Hágæða ítölsku jómfrúar ólífuolíurnar frá OLIFA

Team O L I F A

Gæðastimpillinn DOP

Ítalskur gæðamatur er einstakur og það vita Ítalir vel enda hafa ítölsk stjórnvöld stigið mikilvæg skref í að tryggja að þeirra besti og þjóðlegasti matur fylgi ákveðnum reglum varðandi gæði, framleiðslu og uppruna með því að merkja hann sem slíkan fyrir neytendur, með skammstöfuninni DOP.

DOP stendur fyrir ,,Denominazione di origine protetta“ sem þýðir að varan sé komin frá ákveðnu svæði og unnin/framleidd og pökkuð samkvæmt ströngustu gæðastöðlum.

Við hjá OLIFA erum því mjög stolt af því að geta loksins boðið Íslendingum upp á hágæða ítalska DOP olíu á íslenskri grundu.

 

Hvernig notum við ítalska jómfrúar ólífuolíu?

Best er að bera ítalska extra vergine ólífuolíu (jómfrúarolíu) fram hráa – en hún er líka hinn besti kostur í alla eldamennsku, svo sem í ofnbakaðan og grillaðan mat.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær á allt kjöt og fisk og kemur fullkomlega í stað sósu.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær í saumaklúbbinn borin fram með súrdeigsbrauði og grófu salti.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær á alla pastarétti.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær á ferskt salat.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær á ofnbakað og grillað grænmeti.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær í súpur.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er frábær í græna drykki.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía gerir allan mat hollari og mun betri.

Hágæða ítölsk jómfrúar ólífuolía er ómissandi í líf þitt, svo einfalt er það.

Eiginleikar hágæða jómfrúar ólífuolíu

Hágæða extra vergine ólífuolía ( jómfrúar ólífuolía) er undirstaða mataræðis við Miðjarðarhafið sem talið er að sé eitt það besta í heimi. Búið er að rannsaka ólífuolíuna mikið og virðast allir læknar og vísindamenn vera hjartanlega sammála um að hágæða jómfrúar ólífuolía sé meinholl fyrir mannslíkamann. Hún er stútfull af andoxunarefnum en extra virgin ólífuolía ( jómfrúar ólífuolía) er sú tegund sem inniheldur hvað mest magn andoxunarefna og því skal vanda valið vel þegar kemur að olíum.

Val og meðhöndlun

Gæða jómfrúarolía er alltaf í dökkum glerflöskum og það er mikilvægt að geyma þær hvorki í beinu sólarljósi né nálægt hita til að varðveita viðkvæm en mikilvæg næringarefni olíunnar. Ítalskar lífrænar jómfrúarolíur eru alltaf góður kostur sem og olíur með gæðastimpli svosem DOP. Best er að bera hágæða jómfrúarolíur fram hráar til að fá sem mest út úr olíunum næringarlega séð.

Hágæða jómfrúar ólífuolía og sjúkdómar

Hágæða jómfrúarólífuolía samanstendur af einómettuðum, mettuðum og fjölómettuðum fitusýrum. Hún er rík af andoxunarefnunum K og E vítamínum sem rannsóknir hafa sýnt að sum styrkja ónæmiskerfið og geta jafnvel hjálpað líkama okkar að berjast við alvarlega sjúkdóma svo sem Alzheimer, krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu og sykursýki 2. Ólífuolían er einnig sögð lækka heildarkólesteról, LDL, og þríglýseríð. Hún lækkar þó ekki góða kólesterólið (HDL) en getur jafnvel haft jákvæð áhrif á það og hækkað gildi þess. Af öðrum fitugjöfum ólöstuðum er jómfrúar ólífuolían sennilega hjartvænlegasta olían sem fyrirfinnst og ætti hún því að vera á diskum allra landsmanna á degi hverjum.

Hágæða ólífuolía mettar sérlega vel og smyr líkamann, slær á sykurþörf og jafnar blóðsykur.

Frekari upplýsingar um jákvæð áhrif hágæða jómfrúar ólífuolíu á mannslíkamann er að finna á heimsíðunni www.oliveoiltimes.com

info@olifa.is