Select Page

Regionale PUGLIA

Verðlauna jómfrúarolían okkar frá Puglia var valin ein besta ólífuolía Ítalíu árið 2017. Af olíunum okkar þremur er olían frá Puglia bragðmest.

Hún er nokkuð krydduð með góðu jafnvægi á milli þess beiska og sterka sem myndar kryddað eftirbragð; Ætiþistill, óþroskaðir tómatar og keimur af ferskri möndlu.

Þökk sé jafnvæginu sem ríkir á milli þess léttkryddaða og beiska heldur olían upprunalegu bragði nýkreistra ólífanna.

Puglia jómfrúar ólífuolían frá OLIFA er best notuð hrá með bragðmeiri mat. Hún passar fullkomnlega með grilluðu kjöti af hvaða tegund sem er og kemur fullkomlega í stað sósu. Hún er líka æðisleg með grilluðum fiski eða á eldað grænmeti og í matarmiklar súpur.

Flokkur:

Lýsing

Puglia Olían er bragðmesta olían okkar